Tvítug og “ekki” læti
Gleðilegan 23. febrúar! Ég vona að seinasta vika hafi farið vel í þig, hvort sem þú náðir að afkasta miklu eða ekki. Ég til dæmis gerði alls ekki allt sem ég ætlaði að gera og eyddi seinustu dögum í smá lægð, en ég meina - svona er lífið, það eru ekki allir dagar góðir dagar og ég þarf að minna mig á að rífa mig ekki allt of mikið niður fyrir það, það er ákveðin tímaeyðsla í sjálfu sér. Svo ég vil bara að þú vitir að þú ert ekki ein/nn (eða eitt… veit ekki alveg hvernig ég að ávarpa þig lesandi góður, kannski ég ávarpi þig núna bara sem lesanda (kk) haha (okei jesús, get mig ekki…)).
En í dag er ég nenfilega árinu eldri, gamla konan er orðin tvítug. Ég get keypt áfengi! (“kaldhæðnislegt vúhú” - því ég drekk ekki…). Samt gaman, líður ekki eins og algöru barni þegar ég segist vera 19 og mega ekki eitthvað. En ég veit ekki - ég er bara ekki þessi týpa. Í algjörri hreinskilni þá finnst mér athyglin í kring um það að eiga afmæli ekkert rosalega notaleg. Mér finnst erfitt að vera “í sviðsljósinu”. Er miklu meiri svona follower í anda en ég er að reyna að leyfa mér, bara embrace it - á erfitt með það. Plús það að bíða í heilt ár eftir þessum degi einungis til þess að hann klárist og maður þarf að bíða aftur í heilt ár - það á það til að stressa mig og er það eflaust ástæðan fyrir því að ég hef verið dauf seinustu daga. Allt hype-ið í kringum afmælið dregur úr mér einhverja orku og held ég það sé bara því ég leyfi mér ekki að vera spennt, ég leyfi mér ekki að hafa gaman og að njóta athyglinnar. Og þegar ég tala um athygli þá er ég bara að tala um þetta týpíska “stór dagur á morgun…”, “…fara að sofa 19, vakna 20 haa…” og þess háttar haha, alls ekkert mikil athygli fyrir suma, en fyrir algjöra introvert-inn í sig manneskju eins og mig, er það alveg nóg. Ég vil samt alls ekki vera leiðinleg við fólkið í kringum mig! Ég er bara svona og eflaust margir aðrir. Langaði líka bara að velta þessu svona upp hér og opna mig ef það getur hjálpað öðrum. Mig langar oft að vera þessi týpa sem skálar á miðnætti með vinum í geggjað flottum fötum og geggjað flott máluð, bara algjör afmælispía - en ég er bara ekki þannig. Mér fannst bara afar notalegt að vera ein heima í íbúðinni minni í gærgkvöldi, með Mamma Mia í gangi, naglalakkaði mig, skrifaði hugleiðingar í dagbókina og endaði kvöldið á Dalalífi upp í rúmi (og nei ekki Dalalífs myndinni um Þór og Danna heldur Dalalífinu sem Guðrún frá Lundi töfraði fram! (Já, á eftir að skrifa heilu færslurnar um þessa mögnuðu konu)). Samt ákvað ég svona einu sinni að halda smá tvítugsteiti fyrir mig og nánustu vini. Ég hef nefnilega aldrei haldið sérstaklega upp á afmælin mín svona á eldri árum en í ár hugsaði ég bara “afhverju ekki”. Covid leyfir, mér á að líða vel, ég er svo ótrúlega þakklát með vinahóp og þarf ekki alltaf að aftra mér og halda mér á jörðinni. Ég hugsa nefnilega ekki oft svona og greip því tækifærið og sendi á vinkonur mínar! Minn hugsunarháttur er miklu meiri svona “Æ ég er bara Alda, rólega “leim” Alda sem gerir aldrei neitt fun”. Já, vertu velkomin í hugsanahátt þunglynds einstaklings. Ég veit alveg að ég á ekki að hugsa að ég sé eitthvað “leim” og mér þykir ótrúlega vænt um mig, hvað ég er róleg og cosy manneskja, en ég er líka skemmtileg. Ég bara gleymi því mjög oft því ég leyfi mér aldrei að detta í gírinn. Í ár er ég að kynnast mér upp á nýtt og ætla að leyfa mér að sleppa aðeins úr klaufunum! Ég má líka alveg hafa gaman! Og þú líka!
Seinasta ár kenndi mér svo margt! Mér finnst ég í alvöru hafa þroskast svo mikið og er ég svo þakklát fyrir það hvað ég er komin langt. Ég er svo þakklát fyrir það hvar ég stend í dag. 19 ára varð ég svona rétt fyrir Covid en það hefur bara þroskað mann heilmikið. Og þrátt fyrir heimsfaraldur útskrifaðist ég úr MA og fór rakleiðis í HA að læra sálfræðina, eitthvað sem ég hef svo brennandi áhuga á og mun fylgja mér í gegnum allt lífið. Í lok árs komst ég í gegnum klásus þrátt fyrir ótrúlega erfiða tíma andlega og eftir mitt fyrsta “brakeup”. Um áramót opnaði ég augun og fannst ég byrja lífið á nýtt. Seinustu ár hafa verið algjör glíma við sjálfa mig en í fyrsta skipti núna er ég að setja mig í fyrsta sæti! Ég týndi bara sjálfri mér og er svo þakklát fyrir það að ég er að finna mig aftur. Kvíða og þunglyndis pésinn sem ég er var svolítið föst í því að velja bara öryggið yfir sjálfa mig og mögulega meiri hamingju. Svona getur maðurinn og hausinn verið magnaður enda held ég að þetta sé bara efni í annan pistil hér á síðunni haha! En þér vil ég bara segja að þú ert þess virði! Eins mikið og hausinn á okkur segir okkur hvað við erum það ekki, hvað við erum einskis virði þá reyni ég að muna að hugsanir eru ekki staðreyndir. Ég þarf að minna mig á þetta á hverjum degi en ég veit líka að þegar mér líður illa og hugsanirnar ná algjörlega yfirhöndinni þá mun það líða hjá! - En okei ég er komin eitthvert allt annað en ég ætlaði að skrifa um í dag haha… Ég vil bara gera allt sem ég get til að einhverjum sem líður eins og mér líður stundum líði betur og viti að hann er ekki einn.
En í dag (þriðjudag) var ég, skipulags fríkið sem ég er, líka búin að plana hinn fullkomna öldudag í tilefni dagsins en hlakkaði ég mest til þess að eyða tíma ein með sjálfri mér (já yngri systir mín og eflaust aldrei eiga eftir að hugsa “vá en sorglegt” en veistu, það er bara allt í lagi). Eitt það sekmmtilegasta sem ég geri er að fara ein á kaffihús og dúlla mér, rölta um í Eymundsson og skoða bækur. Svo ákvað ég að fylla ekki daginn af heimanámi en þar sem ég elska atferlisfræði þá ætla ég að taka einn fyrirlestur í bænum með góðum karmellu latte og njóta mín! Deginum ætla ég svo líka að eyða með elsku Patta mínum (fjagra lappa soulmate-inum mínum) og fjölskyldu.
Ég vona svo innilega að vikan sé að fara vel í þig. Ef ekki þá veistu að þú ræður hvernig hún fer, þetta er allt hugarfarið. Það er samt allt í lagi að eiga slæma viku. Það gerist - been there, done that. En ég vona þá að þú refsir þér ekki um of ef þú átt slæman dag og undirbýrð næsta bara betur - Tomorrow is a new day!